Námskeið fyrir yngstu hestakrakkana okkar :)

Slide01

 

Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól, 
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. 
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag, 
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag. 


Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei, það er kominn 17. júní.

alt

Nú er skráning hafin fyrir námskeið sumarsins, mörg námskeið verða í boði í sumar frá 10. júní - 15. ágúst.

Boðið er upp á námskeið fyrir alla getuhópa eins og síðustu sumur.

Eins og áður er boðið upp á leikjanámskeið hálfan daginn á móti reiðnámskeiðinu.

Námskeiðsgjald er 27.000,- fyrir reiðnámskeið og 15.000,- fyrir leikjanámskeið.

Boðið er upp á 10% systkinaafslátt

 

 

Þar sem við höfum eðlilega fengið fyrirspurnir um öryggsbúnað reiðskólans ákvaðum við að setja hér inn eftirfarandi upplýsingar sem fram koma undir liðnum "um Faxaból" hér á síðunni okkar.

Reiðskólinn Faxaból hefur starfað síðan árið 2000. Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á öryggisbúnað skólans, hjálmar eru þeir bestu sem völ er á samkvæmt öryggsstöðlum og eru stillanlegir eftir höfuðstærð hvers og eins,  ístöðin  eru svokölluð öryggisístöð (búr) sem eru lokuð í tána og því hentug öllum, stórum og smáum, síðast en ekki síst eru allir nemendur skólans látnir nota öryggisvesti þegar riðið er út fyrir lokuð reiðgerði.   

Bestu kveðjur Þóra og Ellý 

 

Skráning er hafin á Páskanámskeið Faxabóls sem stendur yfir í þjá daga 14-16. apríl.

Boðið er uppá byrjenda og framhaldsnámskeið.

Hver kennslutími stendur yfir í 3 klst.

Kennt er fyrir hádegi frá 09:00-12:00 og eftir hádegi frá 13:00-16:00

Reiðskólinn sér um að útvega nesti.

Farið verður í skemmtilega reiðtúra um svæðið, æfingar og margt fleira.

Námskeiðið endar á pylsuveislu í hesthúsinu.550742 10150984765374851 689098199 n

Verð páskanámskeiðs er kr. 10.000.-

Námskeiðin fara fram í hesthúsinu okkar Faxabóli 11 í Víðidal.

 

Kennar á námskeiðinu verða Hilmar og Ellý 

Hlökkum til að sjá ykkur