Nú er skráning hafin fyrir námskeið sumarsins, mörg námskeið verða í boði í sumar frá 10. júní - 15. ágúst.

Boðið er upp á námskeið fyrir alla getuhópa eins og síðustu sumur.

Eins og áður er boðið upp á leikjanámskeið hálfan daginn á móti reiðnámskeiðinu.

Námskeiðsgjald er 27.000,- fyrir reiðnámskeið og 15.000,- fyrir leikjanámskeið.

Boðið er upp á 10% systkinaafslátt

 

 

 

Skráning er hafin á Páskanámskeið Faxabóls sem stendur yfir í þjá daga 14-16. apríl.

Boðið er uppá byrjenda og framhaldsnámskeið.

Hver kennslutími stendur yfir í 3 klst.

Kennt er fyrir hádegi frá 09:00-12:00 og eftir hádegi frá 13:00-16:00

Reiðskólinn sér um að útvega nesti.

Farið verður í skemmtilega reiðtúra um svæðið, æfingar og margt fleira.

Námskeiðið endar á pylsuveislu í hesthúsinu.550742 10150984765374851 689098199 n

Verð páskanámskeiðs er kr. 10.000.-

Námskeiðin fara fram í hesthúsinu okkar Faxabóli 11 í Víðidal.

 

Kennar á námskeiðinu verða Hilmar og Ellý 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

 

 

Haustnámskeið  2013

 

Skráning er hafin á haustnámskeið Faxabóls sem standa yfir í 10 vikur frá 16. Sept til 21. Nóv.

Boðið er upp á 4 kennslutíma og skipt er í hópa eftir getustigum.

Hver kennslutími stendur yfir í  1 ½ klst.

Hópur 1 mánud og miðvikud kl. 15 – 16:30 (Byrjendur og framhald 1)
Hópur 2 mánud og miðvikud kl. 16:30 – 18 (Framhald 2 og framhald 3)
Hópur 3 þriðjud og fimmtud kl. 15 – 16:30 (Byrjendur og framhald 1)
Hópur 4 Þriðjud og fimmtud kl. 16:30 – 18 (Framhald 2 og framhald 3)

Verð námskeiða:

Verð haustnámskeiðs er kr. 55.000.- og Faxaból er aðili að Frístundakortinu.

Námskeiðin fara fram í hesthúsinu okkar Faxabóli 11 í Víðidal.